May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 21:11 Theresa May ávarpaði þjóð sína fyrr í kvöld. EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14