Sara Rún: Gott að koma heim Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 20. mars 2019 21:56 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira