Sátu um gestina til að geta byrjað að þrífa klukkan 4 í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:30 Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. fréttablaðið/eyþór Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05