Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:00 Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. AP/Alex Brandon Nancy Pelosi ætlar ekki að samþykkja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna haldi leynd yfir niðurstöðum skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins. Mueller skilaði skýrslu um Rússarannsóknina svokölluðu í gær. William Barr, dómsmálaráðherra, segist ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina og búist er við því að það verði gert á morgun. Rússarannsóknin sneri að afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegu samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsóknin sneri einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Á þeim tæpu tveimur árum sem Mueller hefur verið að störfum hafa á fjórða tug aðila verið ákærðir. Þar af eru margir Rússar og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniNancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.AP/Manuel Balce CenetaBarr á að skrifa eigin skýrslu um skýrslu Mueller og kynna hana fyrir þingmönnum. Pelosi var spurð að því í dag af öðrum þingmönnum Demókrataflokksins hvort hún myndi sætta sig við að Barr myndi halda leynilega kynningu á niðurstöðunum með helstu leiðtogum þingsins. Hún sagðist ekki ætla að samþykkja það og varaði við því að Repúblikanar myndu ef til vill reyna það til að koma í veg fyrir að almenningur kæmist að niðurstöðum Mueller, samkvæmt Politico. Pelosi sagðist telja að niðurstöðurnar ættu að vera opinberar en Demókratar hafa kallað eftir því að Barr opinberi svo til gott sem öll gögn Rússarannsóknarinnar.Í bréfi sem Barr skrifaði til þingmanna í gær sagðist hann ætla að kynna leiðtogum beggja flokka í dómsmálanefndum beggja deilda þingsins „helstu niðurstöður rannsóknarinnar“. Hann hefur áður lýst því yfir að hendur hans séu að vissu leyti bundnar af lögum og reglum Dómsmálaráðuneytisins. Þeim lögum og reglum er ætlað að vernda orðspor aðila sem hafa ekki verið ákærðir.Sjálfur sagði Trump á dögunum að hann væri alls ekki mótfallinn því að skýrslan yrði gerð opinber.Á símafundi þingmanna Demókrata í dag líktu þeir kalli þeirra eftir opinberun upplýsinga við áköll Repúblikana eftir gögnum úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum Hillary Clinton. Þeim tókst að opinbera gífurlegt magn gagna frá rannsókninn. Þar á meðal voru minnisblöð rannsakenda, tölvupóstar og jafnvel smáskilaboð þeirra.Hér má sjá yfirlit Vox yfir hvað Mueller hefur þegar opinberað í ákærum sínum.Lagalegum vandræðum forsetans ekki lokið Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. New York Times segir ekki fullkomlega ljóst hve margar rannsóknir beinast að forsetanum því leynd hvíli yfir flestum þeirra.Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York. Trump hefur áður sagt að allar rannsóknir á fjárhögum hans og fjölskyldu hans færu yfir strikið. Washington Post segir nærri því allar stofnanir, fyrirtæki, eða samtök sem Trump hafi stýrt á síðusta áratug vera til rannsóknar hjá ríkis- og alríkissaksóknurum.Óeðlilega þögull Trump sjálfur hefur verið óeðlilega þögull og hefur ekki tíst síðasta sólarhringinn, þegar þetta er skrifað. Síðustu helgi sendi hann frá sér 49 tíst. Forsetinn er nú staddur í sveitaklúbbi sínum í Flórída, Mar-a-Lago, og mun hann hafa verið á golfvellinum í dag og svo borðaði hann kvöldmat með tónlistarmanninum Kid Rock. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Nancy Pelosi ætlar ekki að samþykkja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna haldi leynd yfir niðurstöðum skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins. Mueller skilaði skýrslu um Rússarannsóknina svokölluðu í gær. William Barr, dómsmálaráðherra, segist ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina og búist er við því að það verði gert á morgun. Rússarannsóknin sneri að afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegu samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsóknin sneri einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Á þeim tæpu tveimur árum sem Mueller hefur verið að störfum hafa á fjórða tug aðila verið ákærðir. Þar af eru margir Rússar og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniNancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.AP/Manuel Balce CenetaBarr á að skrifa eigin skýrslu um skýrslu Mueller og kynna hana fyrir þingmönnum. Pelosi var spurð að því í dag af öðrum þingmönnum Demókrataflokksins hvort hún myndi sætta sig við að Barr myndi halda leynilega kynningu á niðurstöðunum með helstu leiðtogum þingsins. Hún sagðist ekki ætla að samþykkja það og varaði við því að Repúblikanar myndu ef til vill reyna það til að koma í veg fyrir að almenningur kæmist að niðurstöðum Mueller, samkvæmt Politico. Pelosi sagðist telja að niðurstöðurnar ættu að vera opinberar en Demókratar hafa kallað eftir því að Barr opinberi svo til gott sem öll gögn Rússarannsóknarinnar.Í bréfi sem Barr skrifaði til þingmanna í gær sagðist hann ætla að kynna leiðtogum beggja flokka í dómsmálanefndum beggja deilda þingsins „helstu niðurstöður rannsóknarinnar“. Hann hefur áður lýst því yfir að hendur hans séu að vissu leyti bundnar af lögum og reglum Dómsmálaráðuneytisins. Þeim lögum og reglum er ætlað að vernda orðspor aðila sem hafa ekki verið ákærðir.Sjálfur sagði Trump á dögunum að hann væri alls ekki mótfallinn því að skýrslan yrði gerð opinber.Á símafundi þingmanna Demókrata í dag líktu þeir kalli þeirra eftir opinberun upplýsinga við áköll Repúblikana eftir gögnum úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum Hillary Clinton. Þeim tókst að opinbera gífurlegt magn gagna frá rannsókninn. Þar á meðal voru minnisblöð rannsakenda, tölvupóstar og jafnvel smáskilaboð þeirra.Hér má sjá yfirlit Vox yfir hvað Mueller hefur þegar opinberað í ákærum sínum.Lagalegum vandræðum forsetans ekki lokið Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. New York Times segir ekki fullkomlega ljóst hve margar rannsóknir beinast að forsetanum því leynd hvíli yfir flestum þeirra.Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York. Trump hefur áður sagt að allar rannsóknir á fjárhögum hans og fjölskyldu hans færu yfir strikið. Washington Post segir nærri því allar stofnanir, fyrirtæki, eða samtök sem Trump hafi stýrt á síðusta áratug vera til rannsóknar hjá ríkis- og alríkissaksóknurum.Óeðlilega þögull Trump sjálfur hefur verið óeðlilega þögull og hefur ekki tíst síðasta sólarhringinn, þegar þetta er skrifað. Síðustu helgi sendi hann frá sér 49 tíst. Forsetinn er nú staddur í sveitaklúbbi sínum í Flórída, Mar-a-Lago, og mun hann hafa verið á golfvellinum í dag og svo borðaði hann kvöldmat með tónlistarmanninum Kid Rock.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04