Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. mars 2019 06:00 Helgi fékk kosningarétt sinn staðfestan í Hæstarétti. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Helgi Magnússon háði skjóta baráttu fyrir mannréttindum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 1986 og braut blað í réttindum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna Hafskipsmálsins. Þetta kemur fram í bókinni Lífið í lit, eftir Björn Jón Bragason, um æviminningar Helga. „Þegar við lendum í þessu gæsluvarðhaldi, þá eru akkúrat kosningar. Mér var synjað um að kjósa og þá var engin spurning um að láta á þetta reyna, enda mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá. Við förum svo með þetta, við lögmaður minn, Ólafur Gústafsson, fyrst í undirrétt þar sem málið tapaðist og svo í Hæstarétt sem samþykkti að málið fengi flýtimeðferð. Svo féllst rétturinn á það daginn fyrir kosningar að ég mætti kjósa,“ rifjar Helgi upp og segist hafa notið þess að standa í röð til að kjósa utankjörfundar á Seltjarnarnesi. „Ég fór svo með atkvæðið mitt innsiglað á kosningaskrifstofu í Valhöll og þannig fannst mér verknaðurinn fullkomnaður,“ segir Helgi en í bókinni er rifjað upp hvernig mönnum í Valhöll varð við þegar Helgi kom askvaðandi þar inn með atkvæði sitt og heilsaði mönnum, þar á meðal tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hafskipa. Í dómi Hæstaréttar í málinu er vísað til þeirrar undirstöðureglu að þvingunarráðstafanir sem beitt er við rannsóknir sakamála valdi eins litlu óhagræði fyrir sökunauta og mögulegt er. Ekki verði séð að það stofni markmiði varðhaldsins í hættu að sakborningi sé gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar síns. „Þessi dómur var talinn fordæmisgefandi, ekki síst um réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Björn Jón Bragason, höfundur bókarinnar. Fréttablaðið fann ekki heimildir fyrir því að fangar í íslenskum fangelsum hafi kosið áður en þessi atvik urðu en tveimur árum áður voru gerðar breytingar á stjórnarskrá og skilyrði kosningaréttar um óflekkað mannorð fellt út. Eftir þá breytingu fengu fangar jafnan rétt og aðrir til að kjósa. En fyrrnefndar kosningar til sveitarstjórna voru fyrstu almennu kosningar sem fram fóru eftir breytinguna. Það þurfti þó ekki stjórnarskrárbreytingar til að veita Helga kosningarétt enda ekki í afplánun heldur gæsluvarðhaldi. Hann hafði engan dóm fengið og mannorð hans því óflekkað að lögum. „Kjörsókn í fangelsum er eflaust betri en víðast hvar annars staðar á landinu í dag,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Fulltrúi sýslumanns setur kjörfund í öllum fangelsum og flestir taka þennan rétt hátíðlega og nýta atkvæðisrétt sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30