Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19
Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45