Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018, hópurinn samanstendur af fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og hagsmunasamtaka ásamt fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu. Stóðu vonir til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga. Til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust en vinnan dróst á langinn. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir að ÖBÍ ætli ekki að skrifa undir þar sem stjórnin sjái ekki að skýrslan verði fötluðum til framdráttar. Bætti hann við að ASÍ ætlaði heldur ekki að skrifa undir. Framfærsla sé ekki tryggð í nýju kerfi og óljóst sé hvernig kerfið verður byggt upp, þar að auki sé lítið traust í garð stjórnmálamanna um að vilji sé fyrir hendi til að bæta kjör öryrkja. „Það er ekki skýrt að króna-ámóti-krónu skerðing verði tekin út. Það eru allir stjórnmálaflokkar búnir að viðurkenna að þessi skerðing sé hörmuleg aðgerð, 100 prósent skattur á þann hóp sem stendur hvað verst. Það vantar, að mínu mati, pólitískan vilja til þess að afnema þetta,“ segir Halldór Sævar. Áætlað var að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku en fundurinn var afboðaður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins, segir að vinnan sé á lokametrunum. „Það liggja fyrir drög og þeim verður skilað til ráðherra í næstu viku,“ segir Guðmundur Páll. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna fyrr en ráðherra væri kominn með skýrsluna í hendurnar. Henný Hinz, sem situr í hópnum fyrir hönd ASÍ, vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 12:19
Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. 20. mars 2019 06:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?