Skúli bjartsýnn á framhaldið Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 14:59 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, er bjartsýnn á framhald félagsins. Vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45