Gleðin sem arðgreiðslur færa hefur tekið enda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun