Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur „Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
„Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38