Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019 - 2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. vísir/vilhelm Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03