Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 19:15 Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda