Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:28 Það var stutt í hláturinn á breska þinginu í kvöld. AP/Jessica Taylor Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45