WOW air stöðvar allt flug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:09 Vélar WOW fljúga ekki um Keflavíkurflugvöll í dag. FBl/Ernir Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38
Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00
Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45