Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. mars 2019 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent