Viðmælendaþjálfun RÚV og FKA Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar