Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 18:02 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Móðir Shamimu Begum, sem gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, hefur beðið yfirvöld Bretlands um miskunn. Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. Þegar hún flúði var hún ólétt þriðja barni sínu en það lést í síðustu viku og var drengurinn einungis þriggja vikna gamall. Hún hefur lýst yfir áhuga á því að fá að koma aftur til Bretlands en yfirvöld þar í landi sviptu hana ríkisborgararétti. Asma Begum, móðir Shamimu, hefur sent bréf til Innanríkisráðuneytis Bretlands, þar sem hún fer fram á að sú ákvörðun verði endurskoðuð og hún fái ríkisborgararétt á ný. Hún biður um að dóttur sinni verði sýnd miskunn. Hún hefur rætt við fjölmiðla eftir að hún var handsömuð en hún hefur meðal annars sagt að hún sjái ekki eftir því að hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Sjá einnig: Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökinSamkvæmt BBC segir móðir Shamimu í bréfinu að fjölskylda hennar hafi enn ekki komist í beint samband við hana. Þau hafa þó áhyggjur af henni þar sem aðstæðurnar þar sem Samimu er haldið eru ekki góðar. Þúsundir hafa flúið frá bænum Baghouz, síðasta bæ ISIS-liða, og kom fjöldinn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra á óvart. Þeir hafa ekki burði til að annast allt þetta fólk.Mikið af þessu fólki eru ekki frá Sýrlandi og heimaríki þeirra hafa ekki sýnt vilja til að taka á móti þeim á nýjan leik. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. 3. mars 2019 16:52 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Móðir Shamimu Begum, sem gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, hefur beðið yfirvöld Bretlands um miskunn. Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. Þegar hún flúði var hún ólétt þriðja barni sínu en það lést í síðustu viku og var drengurinn einungis þriggja vikna gamall. Hún hefur lýst yfir áhuga á því að fá að koma aftur til Bretlands en yfirvöld þar í landi sviptu hana ríkisborgararétti. Asma Begum, móðir Shamimu, hefur sent bréf til Innanríkisráðuneytis Bretlands, þar sem hún fer fram á að sú ákvörðun verði endurskoðuð og hún fái ríkisborgararétt á ný. Hún biður um að dóttur sinni verði sýnd miskunn. Hún hefur rætt við fjölmiðla eftir að hún var handsömuð en hún hefur meðal annars sagt að hún sjái ekki eftir því að hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Sjá einnig: Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökinSamkvæmt BBC segir móðir Shamimu í bréfinu að fjölskylda hennar hafi enn ekki komist í beint samband við hana. Þau hafa þó áhyggjur af henni þar sem aðstæðurnar þar sem Samimu er haldið eru ekki góðar. Þúsundir hafa flúið frá bænum Baghouz, síðasta bæ ISIS-liða, og kom fjöldinn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra á óvart. Þeir hafa ekki burði til að annast allt þetta fólk.Mikið af þessu fólki eru ekki frá Sýrlandi og heimaríki þeirra hafa ekki sýnt vilja til að taka á móti þeim á nýjan leik.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. 3. mars 2019 16:52 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30
Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43
Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. 3. mars 2019 16:52
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29