Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:00 Forsvarsmenn Boeing segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. AP/Yi-Chin Lee Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39