Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:00 Forsvarsmenn Boeing segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. AP/Yi-Chin Lee Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. Bæði slysin voru mannskæð í báðum tilfellum var um Boeing 737 MAX 8 flugvélar að ræða. Bandaríkin voru með síðustu löndum heimsins að kyrrsetja MAX 8 og MAX 9 flugvélar Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir að líkindin valdi því að nauðsynlegt sé að rannsaka hvort svipaðar ástæður séu fyrir flugslysunum tveimur. Flugriti flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu verður sendur til Frakklands til rannsóknar. Hann mun vera verulega skemmdur og geta Eþíópíumenn ekki lesið gögnin af honum eins og er. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði ákvörðunina í kvöld.Yfirvöld Kanada höfðu komist að sömu niðurstöður fyrr í dag og byggðu ákvörðunina á gervihnattagögnum frá báðum flugslysunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bandaríska segjast styðja ákvörðun FAA en staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar. Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar um nánast allan heim. Fyrr í dag sagði talsmaður Ethiopia Airlines að flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti á sunnudaginn hefði tilkynnt að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Í gær bárust fregnir af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Samkvæmt Washington Post segja bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfsstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.For a small measure of context surrounding the #737MAX grounding, here are all 13,900 flights we're tracking at the moment on https://t.co/A4mWRJu9Vi. pic.twitter.com/HGM9GtK1Tv— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39