Faðir brimbrettarokksins látinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 21:29 Dick Dale var mikill brautryðjandi í tónlist. Vísir/Getty Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale er látinn 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou. Greint er frá andláti hans á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar kemur fram að hann hafi dáið í gærkvöldi. Hann fæddist árið 1937 og var nefndur Richard Anthony Monsour af foreldrum sínum. Dale var undir miklum áhrifum af uppruna sínum frá miðausturlöndunum og þróaði þannig sérstakan gítarhljóm sinn ásamt því að bæta við votum endurómi. Það hvernig hann sló strengina þótti einnig einstakt þegar hann ruddist fram á sjónarsviðið en hann sló gítarstrengina á miklum hraða eins og heyrist hvað best í laginu Misirlou.Árið 2011 sagði hann í viðtali við Miami New Times að villtur trommuleikur Gene Krupa ásamt öskrum dýra og sú tilfinning að vera í sjónum hafi haft áhrif á hvernig hljómur hans þróaðist. Fimmta smáskífan hans, Let´s Go Trippin sem kom út árið 1961, er af mörgum talin vera upphaf brimbrettarokks án söngs. Hljómsveitin The Beach Boys leiddi síðan seinni bylgju brimbrettarokksins með sönglögum sínum. Dale sagði eitt sinn frá því að Frank Sinatra hefði boðist til að gerast umboðsmaður hans en Dale hafnaði boðinu sökum þess að Sinatra vildi fá 90 prósent af tekjum hans. Hann tók virkan þátt í þróun Fender Stratacaster-gítarsins en allt sem kom úr smiðju Leo Fender var borið undir Dale. Rifjaði Dale upp að Leo Fender hefði haldið því fram að ef gítararnir þoldu barsmíðarnar frá Dale þá gætu þeir þolað allt. Lagið Misirlou er í grunninn grískt þjóðlag sem Dale einfaldlega hraðaði til muna og sló í gegn árið 1962. Árið 1994 notaði leikstjórinn Quentin Tarantino lagið í byrjun myndarinnar Pulp Fiction.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira