Vann ríkið sjálfur í máli um hús sem hann fékk ekki að rífa Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 16:19 Holtsgata 5 í Reykjavík. Skjáskot/ja.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00