Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 09:30 Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00