„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 11:12 WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. V'isir Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51