Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2019 16:30 Inslee hefur lagt áherslu á græna orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vísir/Getty Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58