Húsnæðisvandinn bitni á börnunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:23 Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma. Húsnæðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma.
Húsnæðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira