Húsnæðisvandinn bitni á börnunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:23 Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma. Húsnæðismál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma.
Húsnæðismál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira