Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 16:52 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir. Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir.
Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00