Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:00 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/GVA „Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
„Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30