Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Kylian Mbappe og United-maðurinn Diogot Dalot eftir leikinn í gærkvöldi. Getty/Xavier Laine Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira