Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:02 Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól. Vísir/vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14 „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20