Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 14:49 Trudeau hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna meintra afskipta sinna af rannsókn á stórfyrirtæki. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki hafa þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að ræða við hann um rannsókn á stóru verkfræðifyrirtæki. Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir því hvernig það gæti „eytt trausti“ á milli hans og ráðherrans. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra og sagði að ráðuneyti Trudeau hefði beitt hana þrýstingi í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Tveir háttsettir ráðherrar til viðbótar hafa sagt af sér vegna málsins. Trudeau fullyrti í dag að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í meðferð ríkisstjórnar hans á máli fyrirtækisins sem hefur verið sakað um að greiða mútur til að hljóta verk í Líbíu í tíð Múammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga landsins. „Ég get endurtekið og fullvissað Kanadamenn um að engir brestir hafa orðið í kerfinu okkar, réttarríkinu, í heilindum stofnana okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Wilson-Raybould hefur sagt að hún hafi upplifað þrýsting frá Trudeau og ráðgjöfum hans um að gera sátt við SNC-Lavalin til að binda enda á rannsóknina. Á fundum hafi þeir ítrekað talað um hættuna á að störf gætu tapast og mögulegar pólitískar afleiðingar réttarhalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki hafa þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að ræða við hann um rannsókn á stóru verkfræðifyrirtæki. Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir því hvernig það gæti „eytt trausti“ á milli hans og ráðherrans. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra og sagði að ráðuneyti Trudeau hefði beitt hana þrýstingi í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Tveir háttsettir ráðherrar til viðbótar hafa sagt af sér vegna málsins. Trudeau fullyrti í dag að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í meðferð ríkisstjórnar hans á máli fyrirtækisins sem hefur verið sakað um að greiða mútur til að hljóta verk í Líbíu í tíð Múammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga landsins. „Ég get endurtekið og fullvissað Kanadamenn um að engir brestir hafa orðið í kerfinu okkar, réttarríkinu, í heilindum stofnana okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Wilson-Raybould hefur sagt að hún hafi upplifað þrýsting frá Trudeau og ráðgjöfum hans um að gera sátt við SNC-Lavalin til að binda enda á rannsóknina. Á fundum hafi þeir ítrekað talað um hættuna á að störf gætu tapast og mögulegar pólitískar afleiðingar réttarhalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46