Jákvæðar 15 milljónir dala Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 19:48 Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir/egill Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55