Tími og peningar – lengjum fæðingarorlofið strax 21. febrúar 2019 07:30 Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar