Lengri og betri ævir Þorvaldur Gylfason skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun