Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 14:25 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38
Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22