Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25