Leiðsögn erlendra ferðamanna er alvöru starfsgrein Sigríður Guðmundsdóttir og Helga Snævarr Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar