Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 17:59 Inga Sæland og Njáll Trausti Friðbertsson ræddu málið á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20