Segir landbúnaðinn hafðan fyrir rangri sök Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2019 11:12 Vöruverð á Íslandi er óheyrilega hátt en menn greinir á um hverjar ástæðurnar fyrir því eru. visir/vilhelm Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“ Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“
Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07