„Við getum ekki skilið hann eftir þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 11:17 Brak vélarinnar á hafsbotni. AP/AAIB Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019
Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30
Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00