Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2019 12:08 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. Bílaumboðið Askja átti viðskiptasögu með bílaleigunni og seldi bíla til kaupenda og er þar til skoðunar hvort kílómetrastaða þeirra bíla hafi verið færð niður. Forsvarsmenn Bílaleigunnar Procar hafa þegar viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu og eigendurnir hafa greitt sér tugmilljóna í arð. Bílaumboðið Askja er eitt þetta bílaumboða sem hefur átt viðskiptasögu við Procar-bílaleiguna, Jón Trausti Ólafsson er forstjóri Öskju. „Já, við erum eitt af þeim umboðum sem höfum átt viðskipti við Procar og okkar viðskipti hófust í kringum 2010, um svipað leyti og bílaleigan var stofnuð,“ sagði Jón Trausti. Hann segist gera ráð fyrir því að bílar sem seldir hafi verið frá umboðinu séu meðal þeirra sem átt hefur verið við. „Já, við gerum nú ráð fyrir því. Við höfum selt þeim á hverju ári kannski tuttugu til áttatíu bíla, reyndar enga bíla síðasta árið eða svo. Það má alveg búast við því að þarna séu bílar,“ segir Jón Trausti.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillJón telur réttarstöðu umboðsins góða og komi til með að vinna með sínum viðskiptavinum við úrlausn málsins „Vonandi bara verður það þannig að þetta séu mjög fáir bílar eða helst engir bílar hjá okkur en við munum auðvitað bara gæta hagsmuna okkar viðskiptavina og við erum nú þegar í sambandi við okkar lögmenn sem hafa farið yfir þetta mál með okkur og gæta bæði hagsmuna okkar og viðskiptavina Öskju. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustuaðila að samtökin leggi til að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu og að þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir að stofnunin ætli að taka beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar til skoðunar. „Samgöngustofa mun skoða tillögurnar í hverju þær felast og hvernig sé hægt að útfæra þær með þeim hætti að eftirlitið verði skilvirkara heldur en verið hefur og krafa hefur verið um,“ sagði Þórhildur. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. Bílaumboðið Askja átti viðskiptasögu með bílaleigunni og seldi bíla til kaupenda og er þar til skoðunar hvort kílómetrastaða þeirra bíla hafi verið færð niður. Forsvarsmenn Bílaleigunnar Procar hafa þegar viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu og eigendurnir hafa greitt sér tugmilljóna í arð. Bílaumboðið Askja er eitt þetta bílaumboða sem hefur átt viðskiptasögu við Procar-bílaleiguna, Jón Trausti Ólafsson er forstjóri Öskju. „Já, við erum eitt af þeim umboðum sem höfum átt viðskipti við Procar og okkar viðskipti hófust í kringum 2010, um svipað leyti og bílaleigan var stofnuð,“ sagði Jón Trausti. Hann segist gera ráð fyrir því að bílar sem seldir hafi verið frá umboðinu séu meðal þeirra sem átt hefur verið við. „Já, við gerum nú ráð fyrir því. Við höfum selt þeim á hverju ári kannski tuttugu til áttatíu bíla, reyndar enga bíla síðasta árið eða svo. Það má alveg búast við því að þarna séu bílar,“ segir Jón Trausti.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillJón telur réttarstöðu umboðsins góða og komi til með að vinna með sínum viðskiptavinum við úrlausn málsins „Vonandi bara verður það þannig að þetta séu mjög fáir bílar eða helst engir bílar hjá okkur en við munum auðvitað bara gæta hagsmuna okkar viðskiptavina og við erum nú þegar í sambandi við okkar lögmenn sem hafa farið yfir þetta mál með okkur og gæta bæði hagsmuna okkar og viðskiptavina Öskju. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustuaðila að samtökin leggi til að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu og að þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir að stofnunin ætli að taka beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar til skoðunar. „Samgöngustofa mun skoða tillögurnar í hverju þær felast og hvernig sé hægt að útfæra þær með þeim hætti að eftirlitið verði skilvirkara heldur en verið hefur og krafa hefur verið um,“ sagði Þórhildur.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17