Hver er besti vinur fjármálaráðherra? Þórir Garðarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:18 Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun