Lítið frumkvöðlafyrirtæki sem mætti „ríkisrisanum“ á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 11:50 Hugmyndin að Baseparking kviknaði eftir frétt sem sagði frá því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll væru full. Vísir/Vilhelm Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdarstjóri Baseparking, var með erindi á aðalfundi Félags atvinnurekenda og lýsti þar upphafi fyrirtækisins og þeim áskorunum sem það hefur mætt frá því það hóf rekstur. Baseparking er bílastæðaþjónusta við Keflavíkurflugvöll sem hóf starfsemi sína árið 2017. Fyrirtækið tekur við bílum viðskiptavina sinna við flugstöðina, leggur þeim á bílastæði sínu við Ásbrú og afhendir svo bílana við flugstöðina við heimkomu. Helsti samkeppnisaðili Baseparking er Isavia sem er í eigu ríkisins og sér meðal annars um rekstur bílastæða við flugvöllinn.Sjá einnig: Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Hugmyndin kviknaði vorið 2017 þegar bílastæði flugvallarins voru full og vísaði Ómar þar í frétt Vísis þar sem sagt var frá því að farþegum væri ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér að flugvellinum. Ómar og viðskiptafélagi hans hafi þá áttað sig á því að það væri augljós markaður fyrir þjónustu í líkingu við þá sem þeir bjóða nú upp á. Hröð atburðarrás í upphafi „Byrjunin var svolítið skrautleg. Við vorum ekki með neitt ferli, engin kerfi utan um þetta. Við vorum bara með þetta í Excel skjali og tókum við pöntunum í email. Við vorum alltaf að skrifa inn vitlaus bílnúmer og vitlaus símanúmer og allt í klessu. Hlaupandi og týnandi öllu,“ sagði Ómar í erindi sínu. Hann minnist þess að eftir aðeins tvær vikur í rekstri var fyrirtækið með um 250 bíla á bílaplani sínu á Ásbrú. Þá hafi enginn lykill verið merktur, áttatíu Toyota-lyklar verið í kassa og eigendur tuttugu þeirra að lenda daginn eftir sagði Ómar skemmtilega frá og uppskar hlátur viðstaddra. Fyrirtækið óx hratt og fjölgaði viðskiptavinum Baseparking um 11.500 á árunum 2017 til 2018, um 600% aukning. „Það er mikið búið að fara úrskeiðis og mikið búið að lærast,“ sagði Ómar. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að ekki var hægt að afhenda bíla í þeirra vörslu.Skjáskot/YoutubeKostnaðarsöm samskipti sem „ríkisrisinn“ finnur lítið fyrir Líkt og fyrr sagði er helsti keppinautur Baseparking Isavia sem er í ríkiseigu. Ómar segir samskipti Baseparking við Isavia hafa einkennst af því að hafa farið fram í gegnum lögmenn og ráðgjafa. „Samskiptin hafa kostað okkur gríðarlega peninga, þetta litla frumkvöðlafyrirtæki. Ég efast um að ríkisrisinn finni mikið fyrir því,“ sagði Ómar. Hann segir Baseparking hafa fengið um átta kærur fyrir ýmisleg „vitlaus brot“ og að samskiptin við samkeppnisaðilann hafi ekki verið auðveld í gegnum tíðina. Þá sé kæra í vinnslu hjá samkeppniseftirlitinu vegna framferðis Isavia. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir svokallað undirbúningsstæði Baseparking. Gröfunni hafði verið lagt fyrir innkeyrsluna og því hafði ekki verið hægt að afhenda bíla viðskiptavina. Hann segir kúnna sína hafa verið brjálaða en reiðin hafi aðallega beinst að Isavia fyrir uppátækið. Ómar tók fleiri dæmi um svipuð atvik þar sem lokað hefði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að viðskiptavinir gátu ekki fengið bíla sína afhenta. Hann segir það hafa komið sér mest á óvart hve erfið samskiptin voru við samkeppnisaðilann. „Við höfum alltaf reynt að halda þessum samskiptum í góðu og viljað gera þetta í samstarfi og vonumst enn þá til að það gerist.“Erindi Ómars má sjá hér að neðan. Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00 Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdarstjóri Baseparking, var með erindi á aðalfundi Félags atvinnurekenda og lýsti þar upphafi fyrirtækisins og þeim áskorunum sem það hefur mætt frá því það hóf rekstur. Baseparking er bílastæðaþjónusta við Keflavíkurflugvöll sem hóf starfsemi sína árið 2017. Fyrirtækið tekur við bílum viðskiptavina sinna við flugstöðina, leggur þeim á bílastæði sínu við Ásbrú og afhendir svo bílana við flugstöðina við heimkomu. Helsti samkeppnisaðili Baseparking er Isavia sem er í eigu ríkisins og sér meðal annars um rekstur bílastæða við flugvöllinn.Sjá einnig: Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Hugmyndin kviknaði vorið 2017 þegar bílastæði flugvallarins voru full og vísaði Ómar þar í frétt Vísis þar sem sagt var frá því að farþegum væri ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér að flugvellinum. Ómar og viðskiptafélagi hans hafi þá áttað sig á því að það væri augljós markaður fyrir þjónustu í líkingu við þá sem þeir bjóða nú upp á. Hröð atburðarrás í upphafi „Byrjunin var svolítið skrautleg. Við vorum ekki með neitt ferli, engin kerfi utan um þetta. Við vorum bara með þetta í Excel skjali og tókum við pöntunum í email. Við vorum alltaf að skrifa inn vitlaus bílnúmer og vitlaus símanúmer og allt í klessu. Hlaupandi og týnandi öllu,“ sagði Ómar í erindi sínu. Hann minnist þess að eftir aðeins tvær vikur í rekstri var fyrirtækið með um 250 bíla á bílaplani sínu á Ásbrú. Þá hafi enginn lykill verið merktur, áttatíu Toyota-lyklar verið í kassa og eigendur tuttugu þeirra að lenda daginn eftir sagði Ómar skemmtilega frá og uppskar hlátur viðstaddra. Fyrirtækið óx hratt og fjölgaði viðskiptavinum Baseparking um 11.500 á árunum 2017 til 2018, um 600% aukning. „Það er mikið búið að fara úrskeiðis og mikið búið að lærast,“ sagði Ómar. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að ekki var hægt að afhenda bíla í þeirra vörslu.Skjáskot/YoutubeKostnaðarsöm samskipti sem „ríkisrisinn“ finnur lítið fyrir Líkt og fyrr sagði er helsti keppinautur Baseparking Isavia sem er í ríkiseigu. Ómar segir samskipti Baseparking við Isavia hafa einkennst af því að hafa farið fram í gegnum lögmenn og ráðgjafa. „Samskiptin hafa kostað okkur gríðarlega peninga, þetta litla frumkvöðlafyrirtæki. Ég efast um að ríkisrisinn finni mikið fyrir því,“ sagði Ómar. Hann segir Baseparking hafa fengið um átta kærur fyrir ýmisleg „vitlaus brot“ og að samskiptin við samkeppnisaðilann hafi ekki verið auðveld í gegnum tíðina. Þá sé kæra í vinnslu hjá samkeppniseftirlitinu vegna framferðis Isavia. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir svokallað undirbúningsstæði Baseparking. Gröfunni hafði verið lagt fyrir innkeyrsluna og því hafði ekki verið hægt að afhenda bíla viðskiptavina. Hann segir kúnna sína hafa verið brjálaða en reiðin hafi aðallega beinst að Isavia fyrir uppátækið. Ómar tók fleiri dæmi um svipuð atvik þar sem lokað hefði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að viðskiptavinir gátu ekki fengið bíla sína afhenta. Hann segir það hafa komið sér mest á óvart hve erfið samskiptin voru við samkeppnisaðilann. „Við höfum alltaf reynt að halda þessum samskiptum í góðu og viljað gera þetta í samstarfi og vonumst enn þá til að það gerist.“Erindi Ómars má sjá hér að neðan.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00 Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00
Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15