Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 13:12 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48