Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:55 George Mendonsa var á sínu fyrsta stefnumóti með konunni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans þegar myndin fræga var tekin. Það var þó ekki konan sem hann kyssti. Getty Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri. Andlát Bandaríkin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira