Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustunni sinni fyrir tíu dögum til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Eftir einn og hálfan dag í Dyflinni gekk hann út af hóteli sínu. Tveimur mínútum síðar sást hann á gangi í öryggismyndavél skammt frá hótelinu en ekki er hægt að rekja ferðir hans lengra. Miðað við aðstæður telur fjölskyldan líklegast að hann hafi farið upp í farartæki. Lögreglan í Dyflinni rannsakar málið en þegar Jón hafði verið týndur í tvo daga fór fjölskylda og vinir Jóns út að leita hans og hafa verið þar síðan. Lögreglan engu nær Þær Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns og Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona hans, eru komnar aftur til Íslands en þær stjórna leitinni nú héðan, með aðstoð sérfræðinga. Leitarhópurinn leitar nú á ákveðnu svæði, dreifir myndum og talar við fólk á svæðinu. Talið er að Jón hafi farið af hótelinu með veskið sitt en þær segja staðfest að kortið hans hafi ekki verið notað. Þá bendi ekkert til þess að Jón sé fyrir utan Dyflinni en hann skildi vegabréfið sitt eftir á hótelherberginu. Þær segja að nú sé staðan sú að lögregla hafi engar vísbendingar og sé engu nær um hvar Jón sé niðurkominn. „Og er svona bara að reyna fá meira myndefni og kalla eftir aðstoð almennings og athuga hvort einhver hafi séð hann,“ segir Þórunn. Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður „Hann er mikill fjölskyldumaður“ Þær segja málið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna. Það hafi enginn hugmynd um hvað gæti hafa gerst. Jón sé við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega og aldrei átt við nein geðræn vandamál að stríða. Þetta sé algjör ráðgáta. „Jón er bara yndislegur maður og þetta er mjög út úr karakter fyrir hann. Ég er búin að þekkja Jón í átta ár og hann hefur verið sem bróðir fyrir mér. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. Hann er mikill fjölskyldumaður og er algjör klettur í okkar fjölskyldu og það er bara ótrúlega skrítið að hann sé búin að vera týndur svona lengi og það bara veit enginn neitt,“ segir Katrín Björk. Tapaði lítill fjárhæð „Hann er ekki í neinni óreglu. hann spilar póker og þetta er þeirra áhugamál og þau ferðast út um allt til að taka þátt í pókermótum og við vitum það alveg og hann er ekkert að fela það,“ segir Þórunn og bætir við að vitað sé að Jón hafi tapað lítilli fjárhæð á mótinu, sem ekki er talin há fyrir pókerspilara og því ekki áfall fyrir Jón. Þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi viljað skaða sjálfan sig. „Hann er það náinn börnunum sínum og stjúpbörnum og okkur systkinum að við bara sjáum ekki fyrir okkur að hann myndi gera það,“ segir Þórunn. „Og það var ekkert dagana áður sem benti til þess að hann væri að plana neitt annað en að koma aftur,“ segir Katrín Björk. „Við þurfum að sjá um þetta sjálf“ Fjölskyldan er gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu. Hún hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf og þar til í gær hafði mjög lítið heyrst í borgaraþjónustunni. Þórunn segist loksins hafa fengið símtal í gær frá utanríkisráðherra og íslenska sendiherranum í Bretlandi og nú sé alþjóðadeild lögreglunnar komin í beint sambandi við lögregluna á Írlandi. „Við höfum í raun eingöngu fengið aðstoð bara frá góðviljuðu fólki,“ segir Þórunn. Þá hafi fjölskyldan ekki fengið mikla aðstoð lögregluyfirvalda hér á landi þar sem málið er opnað í annarri lögsögu. Þær segja fjölskylduna hafa verið millilið lögregluyfirvalda og þurft að reka á eftir rannsókninni. „Áður en maður lendir í þessu þá myndi maður halda að öll björgunarsveitin myndi fljúga og leita. Við erum náttúrulega bara vön þessu æðislega teymi hér á Íslandi, ef einhver týnist þá eru hundrað manns farnir út að leita. Svo dettur maður bara inn í raunveruleikann og fattar að það er engin að sjá um okkur með þetta. Við erum að sjá um þetta sjálf,“ segir Katrín Björk. „Við verðum að finna hann“ Nú ætlar fjölskylda Jóns að reyna dreifa myndinni af honum sem víðast svo að sem flestir sjái hana. „Við verðum bara að finna hann, það er bara þannig. Hann verður bara að vera hérna. Eins og ég segi hann er bara kletturinn í fjölskyldunni og það er bara ekkert í boði að hann finnist ekki.“ Fjölskylda Jóns hefur stofnað leitarsíðu á Facebook en þangað getur fólk sent inn ábendingar. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30 Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustunni sinni fyrir tíu dögum til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Eftir einn og hálfan dag í Dyflinni gekk hann út af hóteli sínu. Tveimur mínútum síðar sást hann á gangi í öryggismyndavél skammt frá hótelinu en ekki er hægt að rekja ferðir hans lengra. Miðað við aðstæður telur fjölskyldan líklegast að hann hafi farið upp í farartæki. Lögreglan í Dyflinni rannsakar málið en þegar Jón hafði verið týndur í tvo daga fór fjölskylda og vinir Jóns út að leita hans og hafa verið þar síðan. Lögreglan engu nær Þær Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns og Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona hans, eru komnar aftur til Íslands en þær stjórna leitinni nú héðan, með aðstoð sérfræðinga. Leitarhópurinn leitar nú á ákveðnu svæði, dreifir myndum og talar við fólk á svæðinu. Talið er að Jón hafi farið af hótelinu með veskið sitt en þær segja staðfest að kortið hans hafi ekki verið notað. Þá bendi ekkert til þess að Jón sé fyrir utan Dyflinni en hann skildi vegabréfið sitt eftir á hótelherberginu. Þær segja að nú sé staðan sú að lögregla hafi engar vísbendingar og sé engu nær um hvar Jón sé niðurkominn. „Og er svona bara að reyna fá meira myndefni og kalla eftir aðstoð almennings og athuga hvort einhver hafi séð hann,“ segir Þórunn. Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður „Hann er mikill fjölskyldumaður“ Þær segja málið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna. Það hafi enginn hugmynd um hvað gæti hafa gerst. Jón sé við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega og aldrei átt við nein geðræn vandamál að stríða. Þetta sé algjör ráðgáta. „Jón er bara yndislegur maður og þetta er mjög út úr karakter fyrir hann. Ég er búin að þekkja Jón í átta ár og hann hefur verið sem bróðir fyrir mér. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. Hann er mikill fjölskyldumaður og er algjör klettur í okkar fjölskyldu og það er bara ótrúlega skrítið að hann sé búin að vera týndur svona lengi og það bara veit enginn neitt,“ segir Katrín Björk. Tapaði lítill fjárhæð „Hann er ekki í neinni óreglu. hann spilar póker og þetta er þeirra áhugamál og þau ferðast út um allt til að taka þátt í pókermótum og við vitum það alveg og hann er ekkert að fela það,“ segir Þórunn og bætir við að vitað sé að Jón hafi tapað lítilli fjárhæð á mótinu, sem ekki er talin há fyrir pókerspilara og því ekki áfall fyrir Jón. Þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi viljað skaða sjálfan sig. „Hann er það náinn börnunum sínum og stjúpbörnum og okkur systkinum að við bara sjáum ekki fyrir okkur að hann myndi gera það,“ segir Þórunn. „Og það var ekkert dagana áður sem benti til þess að hann væri að plana neitt annað en að koma aftur,“ segir Katrín Björk. „Við þurfum að sjá um þetta sjálf“ Fjölskyldan er gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu. Hún hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf og þar til í gær hafði mjög lítið heyrst í borgaraþjónustunni. Þórunn segist loksins hafa fengið símtal í gær frá utanríkisráðherra og íslenska sendiherranum í Bretlandi og nú sé alþjóðadeild lögreglunnar komin í beint sambandi við lögregluna á Írlandi. „Við höfum í raun eingöngu fengið aðstoð bara frá góðviljuðu fólki,“ segir Þórunn. Þá hafi fjölskyldan ekki fengið mikla aðstoð lögregluyfirvalda hér á landi þar sem málið er opnað í annarri lögsögu. Þær segja fjölskylduna hafa verið millilið lögregluyfirvalda og þurft að reka á eftir rannsókninni. „Áður en maður lendir í þessu þá myndi maður halda að öll björgunarsveitin myndi fljúga og leita. Við erum náttúrulega bara vön þessu æðislega teymi hér á Íslandi, ef einhver týnist þá eru hundrað manns farnir út að leita. Svo dettur maður bara inn í raunveruleikann og fattar að það er engin að sjá um okkur með þetta. Við erum að sjá um þetta sjálf,“ segir Katrín Björk. „Við verðum að finna hann“ Nú ætlar fjölskylda Jóns að reyna dreifa myndinni af honum sem víðast svo að sem flestir sjái hana. „Við verðum bara að finna hann, það er bara þannig. Hann verður bara að vera hérna. Eins og ég segi hann er bara kletturinn í fjölskyldunni og það er bara ekkert í boði að hann finnist ekki.“ Fjölskylda Jóns hefur stofnað leitarsíðu á Facebook en þangað getur fólk sent inn ábendingar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30 Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30
Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15