Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 09:17 Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984. Vísir/AP Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira