Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 09:17 Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984. Vísir/AP Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira