Þrjár tannlæknastofur hljóta dagsektir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 17:49 Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um að krefja þrjár tannlæknastofur um dagsektir fyrir að hafa enn og aftur ekki brugðist við með viðeigandi úrbótum líkt og lög og reglur kveða á um. Vísir/Getty Neytendastofa hefur ákveðið að leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í úrbætur á upplýsingagjöf hvað varðar verðskrár á vefsíðum fyrirtækjanna þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar Neytendastofu. Um er að ræða tannlæknastofurnar SP tannréttingar efh., Tannlæknastofan Turninn sf. og Tannlæknaþjónustuna slf. Tannlæknastofunum verður gert að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 króna á dag ef ekki verða gerðar viðeigandi úrbætur á vefsíðunum innan tveggja vikna. Forsaga málsins er sú að í júlí 2018 gerði Neytendastofa könnun á vefsíðum allra tannlæknastofa á landinu í þeim tilgangi að kanna ástand verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna en skylt er að gefa upp verð þar sem þjónusta er kynnt og seld. Í ljós kom að engin tannlæknastofa á landinu uppfyllti öll þau skilyrði sem lög og reglur kveða á um er varðar upplýsingagjöf um þjónustu. Neytendastofa fór í kjölfarið fram á kröfu um úrbætur af hálfu fyrirtækjanna. Í árslok 2018 framkvæmdi Neytendastofa könnunina að nýju og þá kom í ljós að aðeins ein tannlæknastofa hefði gert viðunandi úrbætur í kjölfar ábendingar Neytendastofu. Stofnunin sendi bréf til 21 tannlæknastofu í desember þar sem aftur var farið fram á úrbætur. Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um að krefja þrjár tannlæknastofur um dagsektir fyrir að hafa enn og aftur ekki brugðist við með viðeigandi úrbótum líkt og lög og reglur kveða á um. Heilbrigðismál Neytendur Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Neytendastofa hefur ákveðið að leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í úrbætur á upplýsingagjöf hvað varðar verðskrár á vefsíðum fyrirtækjanna þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar Neytendastofu. Um er að ræða tannlæknastofurnar SP tannréttingar efh., Tannlæknastofan Turninn sf. og Tannlæknaþjónustuna slf. Tannlæknastofunum verður gert að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 króna á dag ef ekki verða gerðar viðeigandi úrbætur á vefsíðunum innan tveggja vikna. Forsaga málsins er sú að í júlí 2018 gerði Neytendastofa könnun á vefsíðum allra tannlæknastofa á landinu í þeim tilgangi að kanna ástand verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna en skylt er að gefa upp verð þar sem þjónusta er kynnt og seld. Í ljós kom að engin tannlæknastofa á landinu uppfyllti öll þau skilyrði sem lög og reglur kveða á um er varðar upplýsingagjöf um þjónustu. Neytendastofa fór í kjölfarið fram á kröfu um úrbætur af hálfu fyrirtækjanna. Í árslok 2018 framkvæmdi Neytendastofa könnunina að nýju og þá kom í ljós að aðeins ein tannlæknastofa hefði gert viðunandi úrbætur í kjölfar ábendingar Neytendastofu. Stofnunin sendi bréf til 21 tannlæknastofu í desember þar sem aftur var farið fram á úrbætur. Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um að krefja þrjár tannlæknastofur um dagsektir fyrir að hafa enn og aftur ekki brugðist við með viðeigandi úrbótum líkt og lög og reglur kveða á um.
Heilbrigðismál Neytendur Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira