Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 12:00 Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira