Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 19:19 Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira