Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar